top of page

ÁRSÞING KSÍ

15. feb. 2023

Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði 25. Febrúar.

77. Ársþing KSÍ – Fulltrúar leikmanna. Þann 25.febrúar næstkomandi mun ársþing KSÍ fara fram á Ísafirði. Leikmannasamtök Íslands hafa síðan 2014 unnið að því að rödd leikmanna fái að heyrast inni á borði knattspyrnuhreyfingarinnar. Stjórn KSÍ hefur lagt fram undir grein 10.6 að fulltrúar hreyfingarinnar, þ.e.a.s. dómarar, þjálfarar, félögin og leikmenn, fái rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt á ársþingi KSÍ. Þessi tillögu breyting gerir því kleift að allir hagsmunaaðilar sem mynda hreyfinguna eiga rétt á að ávarpa þingið um málefni sem snýr að þeirra hagsmunahópum. Möguleikar á að ræða málefni leikmanna er mikilvægt upp á framtíðina fyrir knattspyrnuna á Íslandi og mun samvinna allra hagsmunaaðila knattspyrnunnar einungis bæta umhverfi og þróa knattspyrnuna í landinu til hins betra.

bottom of page